Seattle Post-Intelligencer er dæmi um, að stökk dagblaða af pappír yfir á vefinn gengur ekki upp. Dagblað á vef kemur ekki í stað dagblaðs á pappír. Samt eru dagblöð dauðans matur á Vesturlöndum. Geta ekki keppt við vefinn, sem tók af þeim smáauglýsingar fyrir mörgum árum. Sé flótti á vefinn ekki lausn, hver er hún þá? Sérhæfð blöð eru möguleiki, samanber viðskiptablöð og íþróttablöð. Dagblöðin verða að fara út fyrir kassann, hugsa dæmið upp á nýtt, finna sér nýja hillu eða takmarka sig við þá hillu, sem þau kunna bezt. Fríblöð eru ein leið. Grapevine er önnur. Sunnlenska er þriðja leiðin.