Svart er hvítt hjá Skúla

Punktar

Skúli Helgason þingmaður er dæmigerður útúrsnúningamaður af gamla skólanum. Hann segir á netinu, að Samfylkingin hafi mætt einkavæðingu á orku. Hún hafi gert það með lögum frá 2008 um, að þjóðin eigi orkuna. Þetta er sama ruglið og í lögum um, að þjóðin eigi fiskimiðin. Þau lög hindruðu kvótagreifa ekki í að eignast fiskimiðin og veðsetja kvótann. Eins hafa þessi lög frá 2008 ekki hindrað orkuna á Reykjanesi í að lenda í kanadískri skúffu í Svíþjóð. Það er alltaf sama sagan með þessa pólitíkusa. Með margvíslegum hátogunum halda þeir fram, að svart sé hvítt og framsal auðlinda sé verndun auðlinda.