Fín stemmning í Dilli

Veitingar

Dill í Norræna húsinu er grein af sama meiði og frægt Noma í Kaupmannahöfn. Stundar norræna eldamennsku. Notar staðbundin hráefni, til dæmis krydd úr eigin garði og kaupir beint frá bónda. Gælir líka við efnafræði að hætti El Bulli. Breytir til dæmis mat í froðu eða hlaup og vökva í fast efni. Friðrik V var svipaður, en gafst upp, enda á Akureyri. Dill gengur vel, var fullt á fimmtudegi og stemmning fín. Þriggja, fimm og sjö rétta matseðill, sem skipt er um vikulega. Sérvín með hverjum rétti. Sjö réttir með víni kosta 19000 krónur á mann, þríréttað án víns 6900 krónur. Nokkrir staðir eru þó dýrari.