Frábær þorskur og nautalund

Veitingar

Fékk frábæran þorsk og frábæra nautalund í Dill fyrir helgina. Einkum var mikilvægt, að eldunartími var nákvæmlega réttur. En þetta geta auðvitað fleiri kokkar en þeir, sem eru á Dilli. Staðurinn sérhæfir sig hins vegar í staðbundnum matvælum, til dæmis kryddi úr garðinum. Eldamennskan einkenndist þar að auki af matvinnslu. Kokkarnir búa til kryddaðar froður, hlaup, mauk og stöppur. Verra er, að maturinn var kaldur, þegar hann kom á borð. Stælar gengu langt, þegar eftirrétturinn var eitt jarðarber með ýmsu skrauti, svo sem jarðarberjafroðu og ýmsum dropum. En fiskurinn og kjötið var fínt.