Ellefu alda reiðleið bönnuð

Hestar

Íslendingar hafa riðið hestum um Vonarskarð frá landnámsöld. Á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1849 er sýnd þjóðleið um skarðið. Nú liggur fyrir tillaga um að banna umferð hesta um skarðið. Engin rök fylgja tillögunni, enda eru hestar ekki vélknúin ökutæki. Miklu nær er fyrir þjóðgarðssinna að hvetja til umferðar hesta. Hún getur orðið til að varðveita mikilvægar fornminjar, sem felast í hófförum, kindagötum og reiðslóðum. Sjálfur var ég hvattur til að ríða með hestaflokk um einstigi í Snæfellsjökuls-þjóðgarði. Til að lífga við slóð, sem var að hverfa. Reiðbann í Vonarskarði er vanhugsuð regla.