Hef fátt við framboðslista Gnarrista að athuga. Að svo miklu leyti sem þar er venjulegt fólk, er það illskárra en framboð flokka. Raunar finnst mér, að nota mætti forngrísku aðferðina við lýðræði, velja fulltrúa með hlutkesti. Þótt þjóðin sé afleit, eru foringjarnir hálfu verri. Hlutkesti er það, sem koma skal. Ég hef hins vegar gert athugasemdir við lífsskoðanir Jóns Gnarr, finnst þær of hægri sinnaðar. Kannski ræður hann einn ekki öllu í sjö manna borgarstjórnarflokki. En fái Besti listinn sex fulltrúa, þarf hann að semja um vondan meirihluta. Illskárra er, að hann fái átta og hreinan meirihluta.