Löng ferð um Bárðargötu

Hestar

Bárður Bjarnason nam Bárðardal og bjó að Lundarbrekku. Fann, að sunnanáttir voru hlýrri og þurrari en norðanáttir. Því ætlaði hann, að betri lönd væru sunnanlands. Sendi syni sína suður á góunni til að athuga þetta betur. Þeir fundu ýmsan gróður í Vonarskarði á þessum kalda árstíma. Þarnæsta vor að loknum undirbúningi lét hann hvert húsdýra sinna bera byrðar suður yfir og nam allt Fljótshverfi og byggði bæ að Gnúpum. Hét hann síðan Gnúpa-Bárður. Bárðargata er 250 km löng og liggur hæst í 1000 metra hæð. Á henni eru fimm stórfljót, Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Tungnaá, Skaftá og Hverfisfljót.