Ég er vitni að glæpnum

Punktar

Í fimmtíu ár hef ég fylgst með dómstólum landsins og treysti þeim ekki. Mundi aldrei leita réttlætis fyrir dómstólum. Þeir lifa furðulegu lífi utan við íslenzkan veruleika. Réttlæti er þeim framandi, en þeir hafa nasasjón af lagatækni. Að því leyti er ástand dómsvaldsins hið sama núna og það var á þeim tíma, sem Njáls saga lýsir. Réttlætið fellur á tæknivillum. Mig gildir einu, hvort dómstólar fanga gullætur og bankastjóra, embættismenn og pólitíkusa. Ég þarf ekki úrskurð dómstóla um sekt eða sakleysi þeirra. Eins og aðrir Íslendingar er ég vitni að glæpnum. Veit, hverjir eru sekir.