Gegnum Gunnar Stein Pálsson almannatengil er Ólafur Arnarson bloggari á launum hjá stórfyrirtækjum úr hruninu. Ólafi er auðvitað velkomið að birta skoðanir á málum hrunsins. En hann má ekki sigla undir fölsku flaggi sem álitsgjafi í bloggi og fjölmiðlum. Hann þarf að gangast við, hver hann er og hvaða hagsmuna hann er að gæta. Síðustu vikur er greinilegt, að Ólafur er í vörn fyrir ýmsa helztu dólga hrunsins. Hann dettur því úr hópi álitsgjafa og fer beint í ruslakistu almannatengla. Í nútíma þarf allt að vera gegnsætt og uppi á borði. Varið ykkur því á Ólafi Arnarsyni, hann er umbi hrunsins.