Fjórflokkurinn sveik þjóðina

Punktar

Fjórflokkurinn á Alþingi sveik þjóðina um stjórnlagaþing. Fyrst með að vilja hafa það ráðgefandi að kröfu Sjálfstæðisflokksins. Síðan með að gera ráð fyrir vasaútgáfu af Alþingi með listum í stað persónukosninga. Loks með að salta málið í biðleikjum. Þjóðin þarf að taka til sinna ráða, þrýsta á uppgjöf svikula fjórflokksins og nýjar kosningar. Þingmenn njóta einskis trausts, allir sem einn. Ekki bara þeir græðgisvæddu. Smám saman er allt að falla í fyrri farveg hjá fjórflokknum, gamla hefðin og gamla spillingin nær að dafna að nýju. Þingmenn hugsa um eigin hag og sýna þjóðinni fingurinn.