Hannes Hólmsteinn Gissurarson færði okkur orðskvið hrunsins um að græða á daginn og grilla á kvöldin. Nú hefur hann fært okkur nýjan. Atvinnurekendur eiga að styrkja Flokkinn, sem styður þá, en ekki aðra flokka, sem styðja fólkið. Þannig er verkaskiptingin. Flokkurinn styður atvinnurekendur gegn fólkinu, aðrir flokkar styðja fólkið gegn atvinnurekendum. Atvinnurekendur mega múta pólitíkusum, en bara réttum pólitíkusum. Þeim sem treysta má til að gæta hagsmuna atvinnurekenda. Slíkir eru í Flokknum. Styrkir til hans og pólitíkusa hans eru eðlilegir að mati Hannesar, aðrir styrkir óeðlilegir.