Samfylkingin hefur áhuga á því, sem gárungar kalla “orðræðu”. Grein af þeim meiði felst í “samráðastjórnmálum”. Hvort tveggja felst í að tala sig fram til útkomu. Hvar sem Samfylkingin kemst í aðstöðu, hefjast samráðstjórnmál og “orðræða”. Það er kannski skýringin á, að Samfylkingarfólk getur ekkert, þegar það verður ráðherrar eða borgarstjórar. Fyrir þeim er “orðræða” verkið sjálft. Raunveruleg verk eru utan sjóndeildarhringsins. Með “orðræðu” og samráðastjórnmálum finnst samfylkingarfólki að raunverulegir hlutir gerist. Safnar fjálgum skýrslum um Ísland framtíðarinnar án þess að neitt gerist.