Krúska fæst í Krúsku

Veitingar

Krúska fæst núna í Krúsku. Um áratugi einkennisfæða náttúrulækningafólks. Blanda af grjónum, flögum, klíði, fræjum og rúsínum. Fínt er, að matstofa á vegum félagsins hafi þennan sögufræga mat á boðstólum. Að vísu er hann ekki borinn fram á staðnum, en fæst í pökkum. Þar eru byggflögur, hafragrjón, rúsínur, rúgflögur, hafraflögur, hveitiklíð og hörfræ. Músli gamla tímans. Að öðru leyti er ágætur matur í boði, réttur dagsins á 1450 krónur. Í gær var of dauft kryddaður tælenskur kjúklingur með hrásalati, daufri kryddsultu og hýðishrísgrjónum. Kjöt er að vísu ekki kórrétt fæða grænmetisfólks.