Hver borgaði í peningamarkaðssjóði?

Punktar

Í hruninu lagði ríkisstjórn Geirs Haarde á herðar skattgreiðenda að borga hluta af tjóni eigenda í peningamarkaðssjóðum. Fyrst var talað um 270 milljarða og síðar um 180 milljarða. Á þeim grundvelli gerðu bankarnir upp við innistæðueigendur að hluta. Þetta var umdeilt, innistæðueigendur voru teknir fram yfir skuldugar fjölskyldur. Ákvörðunin gerði ríkissjóði ókleift að hjálpa skuldurum. Skil ekki, hvers vegna Steingrímur J. Sigfússon segir nú, að ekki hafi runnið króna úr ríkissjóði í þetta. Einhver borgaði. Voru það kannski nýju bankarnir og var þá greiðslubyrði ríkissjóðs bara óbein?