Gangi jafnt yfir alla hópa

Punktar

Ég sé ekki, að opinberir starfsmenn þurfi nauðsynlega að fara betur út úr Davíðshruninu en aðrir. Mér finnst atvinna þeirra mega minnka um 5% eins og í einkageiranum. Segja megi upp 5% opinberra starfsmanna. Mér finnst, að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna megi rýrna svipað og annarra. Skera megi lífeyri opinberra starfsmanna um 10%. Mér finnst, að laun opinberra starfsmanna megi frysta á sama hátt og í einkageiranum. Til dæmis í eitt ár. Opinberir starfsmenn eiga ekki að vera forréttindastétt eftir Davíðshrunið, bara sæta sömu áföllum og við hin. Davíðshrunið gangi jafnt yfir alla hópa.