Sigurður Líndal prófessor er fremsti lagatæknir landsins. Samt er ég honum ósammála. Tel vanta nýja stjórnarskrá. Tel marklaust að tala um lögfræðilega merkingu sameignar. Hef bara alls engan áhuga á slíku. Stjórnarskrá má alls ekki vera lagatæknileg. Má ekki vera skrifuð á máli lagatækna. Hún á að vera á tungutaki almennings og fjalla um grundvallarmál þjóðarinnar. Til dæmis: Allar auðlindir þjóðarinnar eru sameign hennar. Punktur. Ekki orði meira. Eða til dæmis: Íslenzkt samfélag er gegnsætt, þar á meðal peningamál og fjármál. Punktur. Ekki orði meira. Alls enga vafninga frá lagatæknum, takk.