Sumt ungt fólk vill tjá persónu sína með neyzlu. Ung kona skýrði fyrir mér, hvernig skíði og snjóbretti og misjöfn notkun þeirra lýstu persónu sinni. Slíkt fólk fer á veitingahús til að lýsa persónu sinni. Telur sig í einum hópi, en ekki í öðrum. Hleypur eftir dellum í vöru og þjónustu. Lætur sér í léttu rúmi liggja, þótt seljendur misnoti það. Leggur lítið upp úr vandaðri matreiðslu góðra hráefna. Sækir fræga skyndibitastaði, sem eru dýrari en góð matarhús. Sækir matstaði fjölmiðlunga, sem almannatenglar setja á stall og fjölmiðlar fjalla um. Hefur lítinn áhuga á gamaldags gæðum. Ímyndin er allt.