Hannes Hólmsteinn Gissurarson er afkastamikill í umræðunni. Skrifar undir ýmsum dulnefnum, en stíllinn er persónulegur og auðþekkjanlegur. Hann hefur sérstakt dálæti á Agli Helgasyni og Þorvaldi Gylfasyni. Skrifar um annan hvorn þeirra að minnsta kosti daglega. Ég vildi ég væri svona frægur. Upp á Þorvald hefur Hannes að klaga, að hann sá fyrir Davíðshrunið og varaði við því. Upp á Egil hefur Hannes að klaga, að í Silfri Egils veitir hann þjóðinni nýja innsýn í Davíðshrunið. En nú titrar enginn lengur af ótta við reiði Davíðs og Hannesar. Það er stóri kosturinn við lífið eftir hrunið.