Skoðaði bláa fjallið Húsvíkinga. Þeir hafa klætt fjallið lúpínu. Ekki lengur er þar aðalbláberjalyng, bara lúpína. Enda segja ríkisforstjórar skógræktar, að lyng sé ómerkur gróður, sem megi víkja. Hafa opnað um það fésbókarsíðu. Til stuðnings skógræktarmönnum koma hugmyndafræðingar Sjálfstæðisflokksins. Með Halldór Jónsson verkfræðing í broddi fylkingar. Höfum fengið að vita, að andstæðingar lúpínu séu fasistar og kommúnistar. Ofstækisgengi lúpínu telur, að hún víki um síðir fyrir öðrum gróðri. En samanber Esjuna víkur hún bara fyrir kerfli, sem er hálfu ágengari. Við stöndum ráðþrota gegn þessu rugli.