Fjölgað hefur litlum veitingahúsum, þar sem eigandinn er á gólfinu í eldhúsi eða sal. Yfirleitt bjóða þeir góðan mat og einkum þó gott hlutfall verðs og gæða. Í öllum verðflokkum. Dýr staður er Dill í Norræna húsinu, meðaldýrir Þrír Frakkar á Baldursgötu og Jómfrúin í Lækjargötu. Flestir eru þó ódýrir. Þar á meðal eru staðir framandi matreiðslu, Balkanika á Vitastíg, Santa Maria á Laugavegi, Shalimar í Austurstræti og Brasilía á Skólavörðustíg. Aðrir eru íslenzkir, svo sem Loki á Lokastíg, Kryddlegin hjörtu á Skúlagötu, Gló á Engjategi og Garðurinn á Klapparstíg. Frábærir staðir á góðu verði.