Þeir skildu þarfir fólks

Ferðir

Eitt sinn fórum við hjónin með þrjúhundruð ritstjórum um Shenandoah fjöll í Virginíu. Að morgni skildum við töskurnar eftir fyrir utan herbergisdyrnar. Að kvöldi komum við að nýju hóteli. Í anddyrinu var langborð með bókstöfum. Ég gekk að bókstafnum K og fann umslag með nafninu mínu. Í umslaginu var nýr herbergislykill. Þegar við komum á herbergið, voru töskurnar þegar komnar þangað. Æ síðan hef ég haft dálæti á þeim þætti bandarískra viðskipta, sem snýr að umgengni við notendur. Ég hef ferðast nokkuð með svipuðum hópi, til dæmis um Evrópu. Og aldrei séð þvílíkan skilning á þörfum og þægindum fólks.