Landsbankinn sigli sinn sjó

Punktar

Ríkissjóður má ekki eiga banka. Það skekkir sýn ríkisstjórna á peningavanda þjóðarinnar, til dæmis á verðbætur lána. Leiðir til skjaldborgar um bankana, þegar þeir lenda í brotsjó. Skattgreiðendur hafa ekki ráð á skjaldborg um bankana. Þess vegna á ríkið að losa sig við nýja Landsbankann. Fær að vísu ekkert fyrir hann, Ásmundur Stefánsson bankastjóri gerði hann gjaldþrota. Ríkisstjórnin verður bara að sætta sig við það. Fjárfesting Geirs Haarde í bankanum var misheppnuð og Jóhanna Sigurðardóttir verður að hverfa frá henni. Landsbankinn verður bara að sigla sinn sjó eins og hinir bankarnir.