Dómsmál er óhjákvæmilegt

Punktar

Bankarnir senda kannski út reikninga með einhvers konar verðtryggingu í stað gengistryggingar. Skuldarar munu neita að borga þessa reikninga. Úr verður dómsmál. Alþingi ber að setja lög um flýtimeðferð þess, svo að málið verði endanlega ljóst í haust. Bankarnir hafa rétt á að láta reyna á þetta fyrir dómstólum og munu ekki afsala sér þeim rétti. Hins vegar mega hvorki Alþingi né ríkisstjórn tjá sig með neinum hætti um, hver sé eðlileg útkoma. Gylfi Magnússon talar fyrir hönd bankageirans, ekki stjórnarinnar. Ógætileg ummæli gætu valdið kröfu um aðild ríkisins að kostnaði. Til slíks má aldrei koma.