Landsbankinn deyi í friði

Punktar

Arion og Íslandsbanki segjast ekki kikna undir dómi Hæstaréttar. Þá er bara ríkisbankinn eftir. Gælubanki Davíðs Oddssonar og Kjartans Gunnarssonar. Sjálfur IceSave banki Björgólfs Thor. Verst rekni bankinn fyrir hrun og eftir hrun. Eini bankinn, sem ríkisstjórnin gat ekki einkavætt. Hún situr með hann í lúkunum eins og heita kartöflu. Gylfi Magnússon bankaráðherra segir hundrað milljarða framlag ríkisins í hættu. Auðvitað er það í hættu. Gylfi á að afskrifa það strax. Og passa upp á, að góðum peningum verði alls ekki fleygt eftir vondum. Landsbankinn má bara fá að deyja í friði.