Hvalrekinn rekinn

Fjölmiðlun

Gunnar Lárus Hjálmarsson, öðru nafni dr. Gunni, er einn allra bezti stílisti landsins. Ég hef löngum glaðst yfir hnitmiðuðum og beinskeyttum texta hans í blogginu. Líka er hann einn af fáum, sem sinnir neytendamálum og heldur úti einstæðri bloggsíðu um þau. Frægastur er hann þó fyrir skrif sín um popp og þáttöku í sjónvarpsþáttum um tónlist. Að öllu samanlögðu er hann einn mesti hvalreki blaðamennskunnar á þessum áratug. Honum hefur nú verið sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Hafa má það til marks um dvínandi gengi blaðsins sem fjölmiðils. Við hlutverki hans taka óskrifandi unglingar. Að venju.