Fundarmenn landsfundar Sjálfstæðisflokksins tóku tvisvar ráðin af forustunni í gær. Þeir vildu meiri hörku gegn mútuþegum flokksins og meiri hörku gegn Evrópusambandinu. Einstaklingar fluttu málin tvö, ekki nefndir flokksins. Niðurstaðan endurspeglar í báðum tilvikum meiri nálægð við álit þjóðarinnar í könnunum, bloggi og fésbók. Krafan um minni græðgi pólitíkusa flokksins er angi almennrar kröfu. Sama er að segja um óbeitina á Evrópusambandinu, hún er angi almenningsálitsins. Í báðum tilvikum færðist flokkurinn nær áliti almennings. Tók jafnframt áhættu af ósætti þeirra, sem lentu í minnihluta.