Lítill kostnaður af aðildarumsókn

Punktar

Einn milljarður í kostnað við umsókn um aðild að Evrópusambandinu er lítið fé. Að þeim kostnaði greiddum vitum við, hvernig okkar reglur eru öðruvísi en hjá siðuðu fólki. Við þurftum hvort sem er að fá að vita það, þótt þjóðin felli svo aðild. Við höfum áratugum saman talið okkur trú um, að siðareglur vestrænna þjóða gildi ekki um okkur. Sérstaða Íslands er það kallað. Ein allsherjar afsökun fyrir sérdrægni og spillingu, sem kom þjóðinni á kaldan klaka. Nú fáum við að vita, hvernig reglur Evrópumenn hafa, sem ekki fóru á hausinn. Við munum að vísu ekki læra af því, því að við kunnum ekki að læra.