Síðasta karlavígið að bila

Veitingar

Í höfuðríki matargerðarlistar er sjálfgefið, að karlinn sé í eldhúsinu og konan í borðsalnum. Þannig eru frönsk veitingahús. Fátítt er, að konur fái Michelin-stjörnur. Hér lærðu konur heimilismatreiðslu í húsmæðraskóla og karlar veizlumatreiðslu í hótelskóla. Nú breytist þetta, konur sækja til valda í karlaríki veitinga. Hrefna Rósa Sætran eldar á Fiskmarkaðinum, einu bezta veitingahús landsins. Íris Hera Norðfjörð á Kryddlegnum hjörtum, Sólveig Eiríksdóttir á Gló og Helga Sörensdóttir á Krúska. Í veitingaríkjum kvenna er ævinlega lögð áherzla á hollustu og gæði umfram myndlist og stæla.