Þjóðaratkvæði er einfalt

Punktar

Þjóðaratkvæði er einfalt, þótt málið sé flókið. Fyrst er það þæft á Alþingi eða stjórnlagaþingi. Þar er búin til niðurstaða, sem felur í sér málamiðlun helztu sjónarmiða. Niðurstaðan er síðan borin í heild undir dóm þjóðarinnar. Hún hafnar málinu í heild eða samþykkir það í heild. Útilokað er að bera mál í bútum undir þjóðina, með ýmsum valkostum. Úr slíku kemur óskapnaður, sem skortir innra samræmi. Aðild að Evrópu og stjórnarskrá er bara hægt að bera undir þjóðina á einn hátt: Með já eða nei. Þannig verður þjóðaratkvæðið um Evrópu og þannig er bezt að verði þjóðaratkvæðið um nýja stjórnarskrá.