Gjaldeyrissjóðurinn í framboð?

Punktar

Ætla mætti, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefndi í framboð til Alþingis. Á blaðamannafundi í gær hrósuðu fulltrúar hans krónunni. Sögðu henni fylgja sveigjanleika, sem hafi skilað hagvexti á þessu ári. Sögðu dóm Hæstaréttar ekki ógna fjárhagslegum stöðugleika, þótt hann skapi óvissu. Sögðu Ísland vera búið að ná botni í kreppunni og uppleið blasa við síðar á þessu ári. Gerðu engar kröfur um frekari niðurskurð velferðar umfram þann, sem þegar hefur verið ákveðinn. Fögnuðu lögum um skjaldborg um heimilin og lögðu til frekari aðgerðir á því sviði. Er sjóðurinn að reyna að afla sér vinsælda?