Flott er, að Evrópusambandið styrkir okkur um meira en milljarð á ári til að laga ónýta stjórnsýslu. Hún hefur ætíð verið í skralli, nánast skrípaleikur. Allt frá því er íslenzkir embættisdurgar vörðust framförum og mannréttindum, er komu frá Danakóngi. Stjórnsýsla Evrópusambandsins er gróin í góðum hefðum Frakklands og Þýzkalands. Hef kynnst henni, hún er vönduð og öguð. Sérlega ógeðfellt er að heyra Ögmund Jónasson þjóðrembing kvarta yfir þróunaraðstoð Evrópusambandsins. Hann er arftaki embættisdurganna. Brýnt er að laga ónýta, íslenzka stjórnsýslu að vitrænni, faglegri og evrópskri stjórnsýslu.