Götusóparar á 300.000 krónum

Punktar

Botninn í launaskalanum er hjá götusópurinn. Ég bjó í Ghent í Belgíu í mánuð. Þar hafa götusóparar 300.000 krónur á mánuði. Landið er rosalega ríkt, enda búið að vera í Evrópusambandinu frá stofnun þess. Félagsleg velferð er þar betri en hér. Læknisþjónusta meiri og ódýrari. Skólar ríkari og hjálpsamari við útlendinga. Betlara og drykkjurúta sá ég enga í miðbænum, en hér verður ekki þverfótað fyrir þeim. Belgíumenn njóta Evrópusambandsins og evrunnar. Við þurfum að þola pólitíska bjálfa og krónu, sem er upphaf og endir allra vandræða okkar. Svona er misskipt örlögum þjóða í sömu álfu.