Kreppuvandi vestrænna ríkja er sama eðlis og kreppuvandi Íslands. Stjórnvöld slá skjaldborg um banka. Þau segja, að fólk verði að geta treyst bönkunum, annars fari allt til fjandans. Því verði að draga óráðsíubankana að landi. Þannig drógu Davíð Oddsson og Geir H. Haarde bankana að landi, lögðu hundruð milljarða á herðar skattborgara. Sama var gert í öðrum löndum, þótt í minna mæli væri. Þessi skjaldborg um bankana er út í hött. Ríkisvaldið á að vernda fátæklinga, ekki innistæðueigendur, ofurlaunamenn og eigendur banka. Fengju bankar bara að fljúga á hausinn, væri engin kreppa. Bara tjón banksteranna.