Tízkuorðið forsendubrestur

Punktar

Allar götur hafa hlutir farið öðruvísi en ætlað var. Fólk hefur orðið fyrir stórtjóni vegna breyttra markaðsaðstæðna. Verð á íslezkum útflutningi hefur sveiflazt út og suður. Náttúruhamfarir í öðrum álfum kollvarpa viðskiptum. Glæpamenn skafa innan banka og setja á hausinn. Við borgum tryggingar til að bæta tjón, brunatryggingar, bílatryggingar, líftryggingar. slysatryggingar. Í öllu þessu er eitt alveg nýtt. Það er tízkuorðið forsendubrestur. Fundið upp af lagatæknum í þágu skuldara. Nú er jafnvel talað um, að bankaeigendur kæri ríkið vegna forsendubrests. Hvílíkt rugl. Varið ykkur á lagatæknum.