Egill og Ríkisútvarpið

Fjölmiðlun

Sumir erlendir fjölmiðlar vilja, að blaðamenn bloggi, aðrir ekki. Útvarpið ætti að hafa bloggsvæði fyrir starfsmenn til að ná til sín netnotkun. En svo er ekki og Egill bloggar hjá Eyjunni. Þar styður hvað annað, þáttastjórn í sjónvarpinu og blogg á Eyjunni. Báðir fjölmiðlar græða. Silfur Egils hefur verið hornsteinn umræðunnar frá hruni. Og í blogginu hefur Egill birt úrval fínna greina fólks út í bæ. Af hvorugu megum við missa. Ríkisútvarpið á að hafa vit á að hafa hvort tveggja á sínum snærum. Það gæti líka á fleiri vegu gert frábæra hluti í tengslum við blogg og fésbók. Þar er umræða dagsins.