Illa gengur að selja hval

Punktar

Mörður Árnason bendir á skrítin atriði í hagtölum um hvalkjöt, sem koma frá Kristjáni Loftssyni hvalakóngi. 372 tonn af hvalkjöti hafa verið flutt út. Af afla ársins í fyrra eru því 1100 tonn týnd og allur síðari afli. Gaman væri að vita meira um þessar undarlegu tölur. Til dæmis hver sé kaupandinn í Japan. Hvað hafi orðið um gáminn, sem stöðvaður var í Rotterdam. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er hvorki fugl né fiskur. Hún tekur bara fullyrðingar Kristjáns gildar og segir okkur ekkert áhugavert. Hvað var Svavar Hávarðsson blaðamaður að hugsa um, þegar hann skrifaði þetta einkennilega blörp?