Bankar ráða fasteignaverði

Punktar

Lánastofnanir sitja uppi með hundruð íbúða. Þær liggja með þær og þora ekki að setja á markað. Markmið þeirra er að halda uppi húsnæðisverði. Það mundi hrynja, ef hundruð íbuða kæmu á markað. Hins vegar er nauðsynlegt, að verð íbúða finni nýtt jafnvægi, sem tekur tillit til byggingakostnaðar. Ef verð íbúða er enn of hátt, þarf það að lækka. Bankarnir bera sem íbúðaeigendur ábyrgð á, að þetta jafnvægi finnist á skipulegan og rólegan hátt. Mikilvægt er, að aftur komist á markaður með íbúðir. Núverandi staða vöruskipta er óverjandi til lengdar. Líflegur markaður íbúða er þáttur eðlilegs samfélags.