Kvótakóngar hafna krónu

Punktar

Kvótakóngar hafna krónunni fyrir sitt leyti. Útgerðir gera reikninga sína í evrum. Það er hagkvæmt fyrir útgerð eins og annan rekstur. Evran er traustur miðill, en krónan er bara pappír. Það vita allir forstjórar, þótt þeir elti lýðskrum Sjálfstæðisflokksins í ráðleysi sínu. Útgerðarmenn vilja hins vegar hafa evruna bara fyrir sig. Þeir vilja ekki, að hún komi í stað krónunnar. Þeir gætu þá nefnilega ekki lengur lækkað kaupið með einfaldri gengislækkun. Hún hefur áratugum saman verið vinsælasta hagstjórnartæki landsins. Samt er vesalings þjóðin andvíg evru og Evrópusambandi. Fíflunum verður ekki forðað.