Ríkisskattstjóri hilmir yfir skattsvikum veitingastaða. Neitar að rannsaka ábendingar stéttarfélaga um vangreiðslu gjalda, sem fylgja starfsliði. Því hafa sum fyrirtæki vanizt á þjófnað. Ég sæki veitingahús, vildi gjarna vita, hvaða staðir svíkja lit, svo að ég geti forðazt þá. Það get ég ekki, því að Persónuvernd og þagnarskylda í lögum hindra flæði upplýsinga um skattsvik. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki hreyft við bankaleynd og þagnarskyldu. Og enga tilraun gert til að leggja niður Persónuvernd. Sem olli þó þjóðinni ómældum skaða. Peningaleyndarstefna hennar er ein af orsökum bankahrunsins.