Samkvæmt Bankasýslu ríkisins er arðsemi Arion-banka of lítil og Landsbankans nánast engin. Eins og Gylfi Magnússon bankaráðherra heimtar hún, að ríkið spýti fé í Landsbankann á kostnað skattgreiðenda. Þannig á að halda áfram ruglinu, sem olli bankahruninu. Ríkið verður þvert á móti að losa sig úr ofbeldisfullu hjónabandi með gráðugum banksterum. Sérstaklega þarf ríkið að losna út úr illa reknum Landsbanka. Bankarnir eiga að bregðast við erfiðum rekstri með því að hagræða í rekstri. Starfsfólkið er helmingi fjölmennara en nauðsynlegt er. Bankarnir eiga ekki lengur að lifa í heimi stórmennsku.