Landráð Samfylkingarinnar

Punktar

Lengi hefur verið vitað, að Magma er kanadískt skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Þarf ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar var ástæða til að vona, að nefnd um erlenda fjárfestingu mundi stöðva lögbrotið. Hún gerði það ekki og það er Samfylkingunni að kenna, Unni G. Kristjánsdóttur formanni. Þar á ofan þáði Magma ráð um lögbrotið hjá iðnaðarráðuneyti Katrínar Júlíusdóttur Samfylkingarráðherra. Forusta um að greiða Magma leið framhjá lögum er í höndum Samfylkingarinnar. Afhending auðlinda til erlendra aðila er illt verk. En þetta verk er þar á ofan lögbrot og felur nánast í sér landráð.