Haiti flutt í verbúðirnar

Veitingar

Eitt bezta kaffihús landsins er flutt í verbúðirnar við Geirsgötu, í næstu verbúð við veitingahúsið Höfnina. Haiti hefur um skeið glatt kaffiunnendur með kaffi, sem Elda Þórisson fær frá ættingjum sínum á Haiti. Fyrir utan allt þetta venjulega latte og cappucino fæst þar fínt tyrkneskt kaffi og aldeilis frábært arabískt kaffi. Hvort tveggja er ketilkaffi, það arabíska með kardimommum. Kaffið frá Haiti hentar vel í þessa lögun, virkar fínt fremur en gróft, þótt ketilkaffi sé. Kosturinn við nýja staðinn er, að þar er pláss fyrir viðskiptavini, sem tæpast var á gamla staðnum í Tryggvagötu.