Kratalegustu kratarnir

Punktar

Samfylkingin er rosalega linur flokkur. Ef frá er skilið Evrópusambandið og ýmis mál kvenna. Engin leið er að treysta henni til átaka í umhverfisvernd eða fjármálum. Flokkurinn er að grunni spilltur klúbbur fólks, sem vill hafa atvinnu af pólitík. Jóhanna Sigurðardóttir er dæmigerð fyrir vandann. Hún knýr ekki fram lífsspursmál á borð við bann við afsali auðlinda í erlendar skúffur. Eins og ævinlega segir hún, að skoða þurfi málið og kannski verði smíðað frumvarp á næsta ári. Gylfi Magnússon líkist henni, vill skoða mál og kannski gera eitthað á næsta ári. Þessi tvö eru þó kratalegustu kratarnir.