Notalegt Hótel Flatey

Ferðir

Flatey er þreytt pláss fyrir fuglaskoðara. Fjórum sinnum á dag setur ferjan fólk í land. Leitar skjóls á notalegu Hóteli Flatey við þorpstorgið. Hanga í sólbaðskaffi á svölunum, nema þeir nenni að skoða fugla. Allir borða þar á kvöldin. Plokkari og síldarbakki í hádegi, grásleppuhrogn og þorskur um kvöldið, hnallþórur um miðjan dag. Allt ágætis matur. Þess á milli röltir fólk. Fáir eru í gömlu húsunum, gera skyldu sína, sitja í sólbaði fyrir utan dyr og kasta kveðju á fólk. Viðkunnanlegt, einkum þó starfsliðið. Dýrt hótel með flottar sturtur, 19.900 fyrir tvo. Hótelið er líf Flateyjar, morgunmatur ekki fyrr en klukkan níu. Með bygggraut og fínum osti, en engu kornflexi.