Fundur Bjarkar til skammar

Punktar

Sérkennilegt er, að stefna Bjarkar Guðmundsdóttir í Magma-málinu þolir ekki spurningar. Blaðamönnum var bannað að spyrja á fundi hennar í gær. Ég er búinn að vera í blaðamennsku í fimmtíu ár og hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Aldrei hefði nokkur fjölmiðill látið þetta yfir sig ganga. Af hverju eru þeir orðnir svona vesælir, akkúrat núna. Og af hverju var helzti sérfræðingur fundarins kynntur sem aðstoðarmaður Evu Joly? Eins og reynt væri að villa á honum heimildir. Sem blaðamannafundur var þetta algert frat. Þeir, sem vilja losna við Magma, þurfa ekki á aðstoð þessa fólks að halda.