Jóhanna og Geir án umboðs

Punktar

Verstu mistök ríkissstjórnar Geirs Haarde voru að ábyrgjast allar innistæður í bönkum. Kostaði skattgreiðendur mörg hundruð milljarða og er þó IceSave óafgreitt. Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur endurtekið mistökin. Ábyrist allar innistæðu í bönkum. Þeir eru því ekki hluti af markaðnum og þurfa ekki að hagræða í rekstri. Hafa t.d. sama mannafla og í sukkinu 2007. Áhlaup óráðsíufólks og Hæstaréttar á bankana lendir á herðum skattgreiðenda. Bankarnir fara aftur á hausinn og Jóhanna ætlast til að barnabörnin mín borgi það. Hvorki Geir né Jóhanna höfðu umboð til að veðsetja þjóðina svona.