Robert R. McCormick var ritstjóri Chicago Tribune á velmektarárum blaðsins. Lét setja eina lyftu í skýjakljúf blaðsins fyrir ritstjórn og aðra fyrir auglýsingar. Vildi ekki samstarf deildanna. Klassísk skoðun á sérstöðu ritstjórnar. Mark Willes varð útgefandi Los Angeles Times 1995 og þvingaði fram samstarf deilda. Auglýsingamenn fóru að skipta sér af ritstjórn. Strax hrundu áskriftartekjur. Sigrún Stefánsdóttir tók upp samstarfsstefnu á Ríkisútvarpinu, setti auglýsingastjóra í dagskrárráð. Mæla óhjákvæmilega með efni, sem þóknast auglýsendum. Opinber fjölmiðill varð að opinberu hóruhúsi.