Er enn að velta fyrir mér drottningarviðtali í DV um helgina við Ross Beaty, eiganda Magma. Hreint ímyndarviðtal, samið af spunakarli, ekki blaðamanni. Engar óþægilegar spurningar koma fram í viðtalinu. Samkvæmt viðtalinu er Beaty einn af stóru spámönnunum. Samt er samfélagið á hvolfi út af Magma. Beaty fór kringum lög með því að stofna gervifyrirtæki í skúffu í Svíþjóð. Um siðferðið átti að ræða. Illa er komið fyrir þjóðinni, ef viðtal DV er framtíð fjölmiðlunar. Minnir á, að Ríkisútvarpið hefur sett auglýsingastjóra í dagskrárráð. Breyting fjölmiðla í hóruhús gerist á mörgum stöðum í senn.