Hæstiréttur neitar að skipa konu í dómnefnd um þá, sem sækja um embætti hæstaréttardómara. Samkvæmt jafnréttislögum á að vera jafnvægi milli karla og kvenna. Hæstiréttur neitar að fara eftir þeim, þar sem þau séu almenn. Sérlög séu rétthærri en almenn. Hæstarétti beri ekki að fara eftir lögunum. Minnir á lögmenn, sem telja skúffufyrirtæki ekki vera undanbrögð. Ef þarna er ekki á ferðinni Njáll á Bergþórshvoli, er ég illa svikinn. Séríslenzk lagatækni ríður ekki bara húsum í lögfræðiálitum, til dæmis um Magma. Hún ríður líka húsum í Hæstarétti. Ég býst eingöngu við vondum fréttum þaðan.