Morgundagurinn kemur aldrei

Punktar

Ríkisendurskoðun hefur staðfest, að bæjarstjórn Álftaness var kexrugluð árin 2006-2009. Vildi eyða og spenna í dag, því að morgundagurinn kemur aldrei. Lét einkaaðila kosta framkvæmdir og borgaði þeim okurleigu. Samningarnir hefðu aldrei leitt til velfaraðar, þótt ekkert bankahrun og gengishrun hefði orðið. Það þýðir ekki að eyða og spenna, því að morgundagurinn kemur fyrir rest. Bæjarstjórnin var haldin sömu firringu og óráðsíufólkið, sem tók 100% lán fyrir húsi og bíl. Hér á landi verður ekki þverfótað fyrir óráðsíufólki. Álftanes er skýrasta dæmið, en 100% lán fyrir einkabíl er sorglegasta dæmið.